Almennir notkunarskilmálar

Almennir notkunarskilmálar

Eftirfarandi skilmálar eiga við um aðgang að vefsíðu þessari og notkun hennar. Þú skalt ekki nota vefsíðuna ef þú getur ekki fallist á notkunarskilmálana. Vefsíðan er sett upp og rekin af Bayer AG, Pharmaceuticals, Business Unit General Medicine (hér eftir nefnt BAYER). Fyrirtækið áskilur sér rétt til að loka vefsíðunni hvenær sem er eða breyta henni að hluta eða í heild, þ.e.innihaldi og efni vefsíðunnar, notkunarskilmálunum og/eða upplýsingum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Vinsamlega athugið að fyrirtækið getur framkvæmt slíkar breytingar ef það telur tilefni til og án þess að tilkynna um slíkt fyrirfram. Af þeirri ástæðu eru notendur hvattir til að lesa þessa notkunarskilmála í hvert skipti sem vefsíðan er heimsótt og skoðuð og veita hugsanlegum breytingum og viðbótum sérstaka athygli.

Skilmálar fyrir notkun vefsíðunnar og innihalds hennar

Allar upplýsingar, gögn og myndir sem birtast á þessari vefsíðu eru í eign eða undir yfirráðum BAYER. Notkun efnisins er háð því að höfundarréttar sé getið á viðeigandi hátt á öllum skjölum, að upplýsingarnar séu eingöngu nýttar til einkanota, þ.e. ekki í viðskiptalegum tilgangi, að upplýsingunum sé ekki breytt og að myndir af vefsíðunni séu eingöngu notaðar ásamt þeim texta sem fylgir þeim.

Vörumerki og höfundarréttur

Öll vörumerki á vefsíðunni eru eign BAYER nema annað sé tekið fram eða augljóst sé að þau séu eign annarra. Óviðkomandi notkun þessara vörumerkja eða annars efnis er stranglega bönnuð og getur falið í sér brot á höfundarrétti, vörumerkjarétti eða öðrum óefnislegum réttindum.

Takmörkun ábyrgðar

BAYER hefur af kostgæfni dregið saman upplýsingarnar á vefsíðunni úr heimildum innan og utan fyrirtækisins, í samræmi við gildandi reglur. Fyrirtækið leitast ávallt við að bæta við upplýsingarnar og uppfæra þær eftir þörfum. Tilgangurinn með upplýsingunum á vefsíðunni er eingöngu að kynna BAYER sem og vörur og þjónustu fyrirtækisins. Ekki er tekin ábyrgð á því að upplýsingarnar séu á hverjum tíma réttar. Einkum er vakin athygli á því að mismunandi getur verið hversu vel upplýsingarnar eiga við í hverju tilviki fyrir sig. Því er ráðlagt að notendur sannreyni upplýsingarnar á vefsíðunni áður en þeir nýta sér þær. Þó ráðleggingar séu veittar á vefsíðunni felur það ekki í sér að notendur þurfi ekki að sannreyna upplýsingarnar frekar, einkum upplýsingar um öryggi og tæknilegar lýsingar, sem og hversu vel þær samræmast fyrirhugaðri notkun og tilgangi með notkun. Vinsamlega hafið samband við fyrirtækið ef frekari ráðlegginga eða upplýsinga er óskað um vörur þess eða þjónustu. Notendur vefsíðunnar eru hér með upplýstir um að þeir nota hana og innihald hennar á eigin ábyrgð. Hvorki BAYER né aðrir aðilar sem koma að samningu eða framleiðslu innihalds vefsíðunnar eða aðlögunar þess að notkun á vefsíðum eru ábyrg fyrir skaða sem getur hlotist af aðgangi eða skorti á aðgangi að vefsíðunni, notkun eða rangri notkun vefsíðunnar eða af því að treysta upplýsingunum á vefsíðunni.

Aðrar vefsíður/tenglar

Þessi vefsíða getur innihaldið tengla/tilvísanir í vefsíður annarra fyrirtækja eða stofnana. BAYER hefur ekki samþykkt innihald þeirra vefsíðna og getur ekki haft áhrif á það eða borið ábyrgð á því. BAYER tekur heldur hvorki ábyrgð á aðgengi að þessum vefsíðum eða innihaldi þeirra, né skaða sem hlotist getur af notkun á innihaldi þeirra, hvert sem form þess kann að vera. Tenglar á vefsíður annarra eru til þægindaauka fyrir notendur þessarar vefsíðu. Notendur nota aðrar vefsíður á eigin ábyrgð. Val á tenglum takmarkar ekki á nokkurn hátt aðgengi notenda að þeim síðum sem tenglarnir vísa á.

Veittar upplýsingar

Notendur vefsíðunnar taka fulla ábyrgð á þeim upplýsingum sem þeir veita BAYER og að veiting upplýsinganna feli ekki í sér brot á réttindum þriðja aðila. Að því tilskildu að upplýsingarnar séu ekki persónugreinanlegar gefa notendur BAYER hér með leyfi til að geyma slíkar upplýsingar og nýta þær til vinnslu tölfræðiupplýsinga eða í öðrum tilteknum viðskiptalegum tilgangi. Einkum hefur BAYER leyfi til að nýta upplýsingarnar til að koma á framfæri hugmyndum, uppfinningum, teikningum, tæknilegum atriðum og sérfræðiþjónustu, óháð markmiði, t.d. til þróunar, framleiðslu og/eða markaðssetningar vöru eða þjónustu, og til að miðla slíkum upplýsingum og gera þær aðgengilegar fyrir þriðja aðila, án takmarkana. Frekari upplýsingar um persónuverndarstefnu fyrirtækisins er að finna á vefsíðu BAYER.

Notendur í öðrum löndum (e. International users)

Vefsíðan er rekin og uppfærð af BAYER í Berlín, Þýskalandi. Hún er ætluð til alþjóðlegrar notkunar. BAYER tekur enga ábyrgð á að upplýsingarnar á þessari vefsíðu henti til notkunar í öllum löndum eða að vörur eða þjónusta séu aðgengilegar í sömu útgáfu eða stærð eða með sömu skilmálum um allan heim. Notendur sem heimsækja og nota þessa vefsíðu og hlaða niður innihaldi hennar þurfa að vera meðvitaðir um að það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að notkun þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur í því landi sem viðkomandi notandi er í hverju sinni. Vörur sem nefndar eru á vefsíðunni gætu verið tiltækar í mismunandi pakkningum, mismunandi pakkningastærðum, með mismunandi áletrunum eða mismunandi merkingum, eftir löndum.

Gildandi lög og lögsaga (e. Applicable law)

Lagalegar kröfur eða málaferli í tengslum við vefsíðu þessa skulu fara eftir lögum Sambandslýðveldis Þýskalands, að undanskyldum ákvæðum alþjóðalaga á sviði einkaréttar og Haag sáttmálans, þ.e. ákvæðum hins alþjóðlega samnings sem ber heitið: Convention Relating to a Uniform Law on the International Sale of Goods (ULIS) sem undirritaður var 1. júlí 1964 sem og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um alþjóðaviðskipti sem undirritaður var 11. apríl 1980.

Framsýn yfirlýsing (e. Forward-looking Statment)

Vefsíðan kann að innihalda framsýnar yfirlýsingar byggðar á núverandi forsendum og spám sem gerðar eru af stjórnendum BAYER. Ýmis þekkt og óþekkt áhætta, óvissa og aðrir þættir geta haft áhrif á raunverulega afkomu, fjárhagsstöðu, þróun eða árangur fyrirtækisins og þeim áætlunum sem greint hefur verið frá. Meðal þessa þátta eru þeir þættir sem fjallað er um í opinberum skýrslum BAYER sem eru aðgengilegir á vefsíðu BAYER, www.bayer.com. Fyrirtækinu er ekki skylt að uppfæra eða leiðrétta þessar framsýnu yfirlýsingar vegna nýrra upplýsinga eða aðstæðna.

 

Síðast uppfært: 07 júní 2021